Stórfrétt um stórblaðið

Enn einu sinni er fréttaþyrstum íslendingum boðið upp á þá stórfrétt að „stórblaðið" New York Times styðji frambjóðanda demókrata til forseta, að þessu sinni núverandi forseta Obama. Fyrir þá sem ekki vita betur hlýtur þetta að teljast „stór"frétt um afstöðu „stórblaðsins". 

Fyrir okkur hin sem eitthvað fylgjumst með bandarískum stjórnmálum er þessi frétt beinlínis hlægileg. Síðast þegar New York Times studdi repúblikana til embættis forseta var núverandi forseti, Obama, ekki einu sinni fæddur.

„Stórblaðið" New York Times er ekki hlutlaust blað sem ákveður að styðja forsetaefni á einhvern hlutlausan vísindalegan hátt, eða reyndir að velja betri frambjóðandann út frá einhverjum fyrirfram ákveðnum mælikvarða. New York Times er vinstrisinnað blað á bandaríska vísu og styður nánast án undantekninga demókrata. Svona rétt eins og að gamli Þjóviljinn studdi Alþýðbandalagið og Mogginn Sjálfstæðisflokkinn, nú eða fréttastofa Ríkisútvarpsins Icesave samningana og ríkisstjórnina. 


mbl.is New York Times styður Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband